Læti við Skólaveg 12
Það var margt um manninn við Skólaveg 12 á laugardaginn þar sem elsta starfandi plötuútgáfufyrirtæki landsins, Geimsteinn, er til húsa. Landsþekktir listamenn komu þar fram í veðurblíðunni þ.á.m. voru goðsagnir eins og Bjartmar Guðlaugsson, Gylfi Ægisson og sjálfur meistari Megas. Auk þess komu fram yngri tónlistarmenn eins og hljómsveitirnar Lifun, Eldar og Valdimar.
Gestum gafst kostur á að skoða húsakynni Geimsteins og Rokkminjasafn Rúnars Júlíussonar naut mikilla vinsælda og ekki var laust við að einn eða tveir bolir með myndum af rokkgoðinu hafi selst yfir daginn. Útvarpsstöðin Bylgjan sendi líka beint frá staðnum og voru Hemmi Gunn og Svansí þar í stuði eins og endranær.
Í ljósmyndasafni Víkurfrétta geta þeir sem ekki áttu leið um Skólaveginn fengið smá sýnishorn af stemningunni sem var með besta móti.
VF-Myndir Eyþór Sæm: Sumum fannst of mikil læti í kempunum í GRM (Gylfi, Rúnar og Megas)