Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Mannlíf

Lærir læknisfræði í sínu fæðingarlandi
Dominka fagnar því að klára lokaprófin ásamt vinkonum sínum.
Föstudagur 8. september 2017 kl. 05:00

Lærir læknisfræði í sínu fæðingarlandi

„Ég elska Pólland að mörgu leyti. Pólland varð fyrir valinu því hér eru ekki margir Íslendingar og ég hélt ég fengi þá kannski fulla upplifun á því hvernig það væri að búa í öðru landi,“ segir Dominika Wróblewska, en hún stundar nám í læknisfræði við læknaháskólann í Bialystok í Póllandi.

Dominika hefur búið á Íslandi síðan hún var aðeins fimm ára gömul en hana langaði að komast í aðra menningu, kynnast nýju fólki og prófa að standa á eigin fótum í landinu sem hún fæddist í. „Auðvitað var ein aðal ástæða þess að Pólland varð fyrir valinu sú að ég get talað pólsku og að fjölskylda mín búi á þessum slóðum. Ég hafði möguleika á að fara í skóla í Ungverjalandi en eftir að hafa farið í heimsókn til Bialystok ákvað ég að prófa að sækja um í Póllandi og komst inn þar.

Public deli
Public deli

Námið í Póllandi er svipað því á Íslandi að sögn Dominiku, en hún byrjar á sínu þriðja ári í læknisfræðinni nú í haust. Hún segir Pólland ólíkt Íslandi, það sé ódýrt, fátækt sé meiri þar en á Íslandi og mismunandi hugsunarhættir og viðhorf fólks. „Maður tekur eftir því þegar maður kemur til Íslands hversu framarlega við stöndum í ýmsu, svo sem mannréttindum og heilbrigðismálum og þá verður maður þakklátur. Pólland er hægt og rólega að byggjast upp og breytast og er þekkt fyrir gott menntakerfi þar sem menntastigið þykir hátt. Þar eru margir góðir háskólar og kennarar og einnig margir fallegir og söguríkir staðir.

Eftir námið stefnir Dominika á það að koma aftur til Íslands í einhvern tíma. „En svo veit maður aldrei.“

[email protected]