Lærðu bókagerð á Bókasafni Reykjanesbæjar
Norræn bókasafnavika var haldin í Bókasafni Reykjanesbæjar á dögunum og var þá boðið upp á bókagerðarnámskeið. Þar voru kenndar þrenns konar aðferðir til bókagerðar sem hægt er að búa til heima. Allir sem tóku þátt voru hvattir til að skrifa sögu um sína eigin framtíð í bækurnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á bókagerðarnámskeiðinu.