Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lærðu að treysta (æðri mætti)
Þriðjudagur 6. september 2005 kl. 11:37

Lærðu að treysta (æðri mætti)

Hvað þarf til þess að læra að treysta æðra mætti, til að bæta heilsuna, auka orku og bæta hana? Laugardaginn 10.september endurtekur Púlsinn vinsælt námskeið frá því í vor með Erni Jónssyni, nálarstungulækni og Master í NLP. Á þessu námskeiði kennir Örn einnig hvernig efla má tengsl við innsæið, innri mann og innri sköpun. Þú lærir hvernig þú getur breytt  hugsanamynstri og haft betri stjórn á andlegri líðan þinni. Farið verður í NLP æfingar, sem eru æfingar til að breyta td. neikvæðum hugsunum í jákvæðar, ásamt hugleiðslu, slökun, orkupunktanuddi og dansi. Þér verður kennt að vinna með orkupunkta líkamans og hvernig nota má ákveðna punkta til slökunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024