Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lærðu á DSLR myndavélina þína
Mánudagur 30. janúar 2012 kl. 09:14

Lærðu á DSLR myndavélina þína

Ljósmyndararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson ætla að bjóða ljósmyndaáhugafólki á Suðurnesjum upp á námskeið nú í febrúar fyrir þá sem vilja læra betur á myndavélarnar sínar og kunna betur skil á grunvallaratriðum stafrænnar ljósmyndunar. Þeir félagar eru Suðurnesjamönnum vel kunnir, Ellert fyrir framúrskarandi náttúrumyndir sínar og Oddgeir sem hefur rekið ljósmyndastofu sína við góðan orðstír um árabil. Um er að ræða þriggja tíma kvöldnámskeið sem fara fram á Ljósmyndastofu Oddgeirs að Borgarvegi 8 í Njarðvík. Þátttaka verður takmörkuð við einungis 8 manns á hvert námskeið svo hægt verði að sinna betur þörfum hvers þátttakanda.

Fyrsta námskeiðið fer fram 14. febrúar fyrir eigendur DSLR myndavéla sem vilja læra betur á vélarnar sínar og nýta möguleika þeirra. Útskýrð verða helstu tæknileg atriði og áhrif þeirra á lýsingu myndar. Einnig verður farið lauslega í ýmis praktísk atriði ljósmyndunar. Fullbókað er á námskeiðið 14. febrúar en skráning er hafin á það næsta sem verður haldið 15. febrúar.

Þriðjudaginn 21. febrúar verður svo boðið upp á námskeiðið „Taktu betri myndir“. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem hafa lært betur á myndavélina sína og aðra sem vilja fræðast meira um ljósmyndun.

Farið verður í praktísk atriði ljósmyndunar og nálgun á mismunandi viðfangsefni t.d. landslags- og náttúrumyndatökur, barna- og fjölskyldumyndatökur ásamt öðru hagnýtu og fróðlegu. Fleiri námskeiðum verður bætt við verði eftirspurn næg.

Fleiri námskeið verða í boði í mars, s.s. í myndvinnslu, og verða þau kynnt nánar þegar nær dregur. Þátttökugald er kr. 4,500. Hægt er að skrá sig á Ljósmyndastofu Oddgeirs í síma 421 6556 eða [email protected] eða [email protected]


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024