Lærdómsrík svik Júdasar
-segir Konráð Haraldsson sem fermist 20. aprílKonráð Haraldsson fermist í Keflavíkurkirkju þann 20. apríl. Hann hlakkar mikið til fermingardagsins en hann segist vera alinn upp í trú á Guð og Jesú Krist. „Þegar ég var lítill fór ég alltaf í sunnudagaskólann en ég er löngu hættur því. Mér finnst ekkert voðalega gaman að fara í kirkju því það er stundum erfitt að skilja hvað presturinn er að meina. Ég myndi vilja hafa poppmessur oftar fyrir krakka en ég myndi örugglega fara á þær“, segir Konráð.Konráð viðurkennir að hann yrði eflaust svolítið svekktur ef hann fengi engar gjafir, en honum finnst þær samt ekki skipta öllu máli. „Ég er búin að bjóða um 180 manns til veislu í KK-húsinu á fermingardaginn. Við verðum með mat fyrir gestina og svo kaffi á eftir.“Konráði finnst fermingarfræðslan hafa styrkt sig í trúnni og lærdómsríkasta sagan, að hans áliti, er þegar Júdas sveik Jesú. „Núna veit ég að ekki er hægt að treysta öllum. Maður heldur kannski að einhver sé góður, en svo er hann bara vondur. Uppáhaldsdæmisagan mín er samt sagan um Jesú þegar hann breytti einu brauði í mörg og mettaði allt fólkið.“