Læknar, hjúkkur og sjúklingar í FS
Útskriftanemar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja gengu stofugang sem læknar, hjúkkur og sjúklingar á Dimissio vorannar 2006 sem fram fór fyrir skemmstu. Hópurinn heiðraði heilbrigðisstéttirnar með búningum sínum að þessu sinni. Kennarar og nemendur söfnuðust svo saman á sal þar sem hátíðleg kveðjuathöfn fór fram.
Á verðlaunaafhendingu á sal var það Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, eðlisfræðikennari, sem hreppti eftirsótta titilinn „besti kennarinn.“
www.fss.is