Lækkað verð á jólatónleikum Kristjáns í Stapa í dag
Jólatónleikar Kristjáns Jóhanssonar og félaga verða í Stapa kl. 17 í dag. Miðaverð hefur verið lækkað úr 3600 kr. í 2900 kr. „Við viljum hafa samræmi í miðaverði á tónleikum hér og í Reykjavík,“ sagði Anton Sigurðsson, einn Suðurnesjasöngvara sem munu koma fram á tónleikunum sem eru á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar.
Anton lofar frábærum tónleikjum og hvetur Suðurnesjamenn til að fjölmenna í Stapann sem Kristján Jóhannsson hefur sagt að sé einn besti salur fyrir tónleikahald hér á Íslandi.