LadieLex gefur út sína fyrstu EP plötu
LadieLex, indie rokk/popptónlistarverkefni Njarðvíkingsins Alexöndru Óskar Sigurðardóttur, gaf nýverið út sjálf nefndu EP-plötuna, LADIELEX. Þetta er hennar fyrsta plata sem markar spennandi tímamót og sýnir einstakan tónlistarstíl hennar og skapandi sýn.
Alexandra á sér langa sögu í íslensku tónlistarlífi þar sem hún var lengi vel meðlimur í rokkhljómsveitinni Hellvar (gítar og bakraddir) ásamt því að hafa unnið að nokkrum öðrum indie verkefnum. Eftir að hafa flutt til Svíþjóðar árið 2014 og aðlagast nýju lífi í nýju landi byrjaði hún að leggja grunn að nýju sólóverkefni og varð þá LadieLex til.
EP-platan þokar út mörkin á milli indie rokks og popp áhrifa. Með blöndu af einlægum textum, kraftmiklum útsetningum og grípandi hook-um, tekur LadieLex miklum framförum í tónlistar ferlinum og styrkir stöðu sína innan indie rokk/popp senunnar.
Ásamt því að hafa hannað plötuumslagið þá samdi, framleiddi og tók LadieLex upp plötuna á eigin spýtur sem var síðan hljóðblönduð af Christopher Göthberg hjá Sonika Studio og masteruð af Johan Åkerström hjá Cosmos Mastering. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin af Josefin Hasselberg. Hægt er að sjá meira af verkum hennar á instagram: @sarajosefin_
Samið og Framleitt af LadieLex
Tekið upp af LadieLex
Hljóðblandað af Christopher Göthberg (Sonika Studio)
Masterað af Johan Åkerström (Cosmos Mastering)
Plötuumslag hannað af LadieLex
Ljósmynd tekin af Josefin Hasselberg
Tenglar á samfélagsmiðla:
Instagram - https://www.instagram.com/
Facebook - https://www.facebook.com/
TikTok - https://vm.tiktok.com/
Streymisveitur:
Spotify - https://open.spotify.com/
SoundCloud - https://soundcloud.com/
Bandcamp - https://ladielex.bandcamp.