Laddi stýrði haustfagnaði á Hlévangi
Haustfagnaður heimilisfólks, aðstandenda og starfsmanna Hrafnistu á Hlévangi í Reykjanesbæ fór fram síðasta fimmtudag. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, sá um veislustjórn og var ansi glatt á hjalla eins og ævinlega gerist þar sem Laddi birtist til að gleðja fólk með uppátækjum sínum, söng og gamansögum.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hreinn Magnússon á haustfagnaðinum.