Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 6. október 1999 kl. 19:54

KYRRÐAR- OG BÆNASTUND Í KEFLAVÍIKURKIRKJU Í HÁDEGINU

Á hverjum miðvikudegi frá byrjun september til maíloka, opnar Keflavíkurkirkja kl.12:00. Klukkan 12:10 er kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni. Prestarnir og djákninn sjá um helgistundirnar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Þakkar- og fyrirbænaefnum má koma til presta, djákna og annarra starfsmanna kirkjunnar. Eftir að helgistundinni lýkur, kl.12:25, gefst fólki kostur á að borða saman súpu, brauð og salat í safnaðarheimilinu, Kirkjulundi. Máltíðin kostar 300 krónur. Þar getur fólk rætt í trúnaði við presta eða djákna. Athygli er vakin á að fólki er frjálst að koma og fara þegar því hentar, allt eftir því sem fólk hefur tíma eða áhuga á. Verið öll hjartanlega velkomin, Keflavíkurkirkja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024