Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Kynslóðirnar fagna sumri
Fimmtudagur 20. maí 2010 kl. 09:16

Kynslóðirnar fagna sumri

Samstarfsverkefni leikskólans Gimli og Nesvalla „Gaman saman“ alltaf jafn lifandi og skemmtilegt. Í gærdag fóru yngri og eldri borgarar í skrúðgöngu í skrúðgarðinn í Ytri-Njarðvík til að fagna sumri og kveðja veturinn.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl


Með Gimli og Nesvöllum voru eldri borgarar frá Selinu og Dagdvölinni ásamt elstu nemendum í leikskólunum Akri og Velli. Hópurinn skemmti sér mjög vel saman, söng, dansaði og borðaði nesti í skjólgóðum og snyrtilegum skrúðgarðinum í Ytri –Njarðvík.


Karen leikskólastjóri á Gimli vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar fyrir þeirra þátt í að gera daginn sem ljúfastan. Starfsfólkið sýndi skjót viðbrögð og gott viðmót sem er ómetanlegt þegar á þarf að halda.


- Sjá ljósmyndasafn hér!


Myndir: Sölvi Logason


Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25