Kynslóðir nutu samverunnar á Ljósanótt
- fjölbreytt dagskrá víða um bæinn.
Gleði og góð stemning voru meðal gesta og gangandi í miðbæ Reykjanesbæjar á Ljósanótt, þrátt fyrir votviðri. Hátíðardagskrá var fjölbreytt og glæsileg eins og meðfylgjandi myndir sýna.
	
Heiðursárgangurinn 1964 kom sér fyrir á hrngtorgi í upphafi árgangagöngu og söng.
	
Kynslóðirnar sameinuðust í árgangagöngunni.
	
Miðborgarstjórinn Einar Bárðarson var mættur ásamt syni sínum og nafna.
	
Gesta-lúðrasveit var á staðnum og flutti nokkur lög.
	
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leiddi árgangagönguna.
	
Fjölmennur hópur mætti við hátíðarsviðið.
	
Þessar vinkonur og jafnaldrar höfðu ekki hist í mörg ár.
	
Léttsveitin tók nokkur hress lög á stóra sviðinu.
	
Söngvarinn Valdimar var meðal þeirra.
	
	
Árgangur 1964 býr sig undir að sleppa blöðrum.
	
	
Glæsilegir fornbílar settu svip á bæinn.
	
Fjöldi mótorhjóla af ýmsum gerðum líka.
	
Félag Harmonikuunnenda á Suðurnesjum í léttri sveiflu.
	
Karlakór Keflavíkur tók nokkur falleg ættjarðarlög í Duushúsum.
	
Sönghópur Suðurnesja ásamt Magnúsi Kjartanssyni.
	
Boðið var upp á gómsætar lummur við Skessuhelli.
	
VF myndir/Olga Björt


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				