Kynnir sig á gamla mátann
Nútímasamskipti fara fram með ýmsum hætti á tímum tölvu- og tækniþróunar og nýta margir frambjóðendur sér þá möguleika sem þar eru í boði. Netið og Facebook er að sjálfsögðu óspart notað til að kynna fólk og málefni en svo eru aðrir sem gera þetta upp á „gamla mátann“ ef svo má að orði komast og hitta fólk í eigin persónu. Eysteinn Eyjólfsson er einn þeirra en hann lét ekki ófærð hindra sig í að kíkja í nokkrar vinnustaðaheimsóknir í morgun og kom m.a. við hér Víkurfréttum. Hann segir reyndar ágætt að nota tæknina líka.
Eysteinn býður sig fram í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í prófkjöri flokksins sem fram fer á morgun. Á meðal þess sem Eysteinn talar fyrir eru nýjar áherslur í atvinnumálum. Undirstaða þess að verja og styrkja grunnstoðir samfélagsins sé að fjölga atvinnutækifærum.