Kynnir nýjan disk með „live“ flutningi
- Ástin er undarleg
Listamaðurinn Guðmundur R Lúðvíksson hefur sent frá sér nýjan geisladisk sem ber heitið Ástin er undarleg. Á disknum eru 10 ný lög við texta eftir hann sjálfan sem og Kristján Hreinsson og einn texti eftir Guðjón Weihe.
Þeir sem koma fram við hljóðfæraleik á disknum eru Vilhjálmur Guðjónsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Geir Ólafsson, Ástvaldur Traustason, Birgir Nielsen, Guðmundur Steingrímsson, Kjartan Már Kjartansson.
Guðmundur mun fylgja disknum eftir á óvenjulegan hátt. Í stað þess að vera með hefðbundna útgáfutónleika mun hann poppa upp hér og þar - veitingahúsum og verslunum og flytja „live“ lögin
af disknum.