Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kynningartími fyrir alla í Boogie Woogie og RnB
Mánudagur 15. mars 2010 kl. 17:27

Kynningartími fyrir alla í Boogie Woogie og RnB

DansKompaní (áður DansCentrum) býður öllum dansáhugamönnum uppá kynningartíma í bæði Boogie Woogie og RnB núna í vikunni. Það er því ekki annað en að negla tímann í dagbókinni og kíkja við í nýja húsnæði dansskólans í Grófinni 8.


Boogie Woogie - Fimmtudaginn, 18.mars, kl. 19:30

Boogie Woogie er skemmtilegur stuðdans fyrir pör á öllum aldri. Þessi dans hefur verið kenndur við miklar vinsældir í Háskóladansinum í RVK og viljum við nú kynna ykkur fyrir dýrðum Boogie Woogie.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Finnið ykkur dansfélaga og mætið í gamanið á Boogie Woogie - við lofum skemmtilegri stund.


RnB (MTV style) - Föstudaginn, 19.mars kl. 18:30

Þessir danstímar eru fyrir þá sem vilja læra heitan RnB dans sem er í anda soft Hip-hop. Þessir tímar eru fyrir 16 ára og eldri, bæði stráka og stelpur. Ef þú fílar ryþmann í RnB þá skaltu mæta í þennan opna kynningar


DansKompaní býður upp á dansnám fyrir 4-16 ára auk þess að vera með ýmis styttri dansnámskeið í gangi hverju sinni fyrir eldri aldurshópa.