Kynningarfundur um rannsóknarboranir í Eldvörpum
HS Orka hf. boðar til kynningarfundar vegna frummatsskýrslu rannsóknaborana í Eldvörpum.
HS Orka hf. boðar til kynningarfundar vegna frummatsskýrslu rannsóknaborana í Eldvörpum. Um er að ræða borun allt að fimm jarðhitaholna í þeim tilgangi að afla upplýsinga um umfang auðlindarinnar.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 16. janúar 2014 frá kl. 17:30 til 18:45 í Kvikunni, Hafnargötu 12a í Grindavík. Á fundinum verður farið yfir helstu þætti framkvæmdarinnar ásamt niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum og mun gestum gefast tækifæri á að leggja fram fyrirspurnir.
Formlegur kynningartími frummatsskýrslu stendur yfir til 24. febrúar 2014 en fram að þeim tíma gefst almenningi kostur á að koma á framfæri skriflegum athugasemdum til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðunum www.hsorka.is og www.vso.is.