Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kynning á Sögu Keflavíkur í MSS
Sunnudagur 20. nóvember 2022 kl. 15:32

Kynning á Sögu Keflavíkur í MSS

Á þriðjudaginn kl. 16 mætir Árni Daníel Júlíusson í náttúru-og söguhóp U3A í MSS í Krossmóa og kynnir nýjasta bindi Sögu Keflavíkur sem hann var að senda frá sér. Þar er tekið fyrir timabilið 1949 - 1994, eftir að ameríski herinn kom. Allir velkomnir!

U3A á Suðurnesjum er háskóli eldra fólks. U3A er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, sem starfar í yfir þrjátíu löndum með hundruðum þúsunda meðlima. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf tekin. Með orðinu háskóli er átt við upprunalegu merkingu orðsins sem er hópur fólks sem vill eyða tómstundum sínum í að fræðast og fræða.

Einkunnar orðin eru „Svo lengi lærir sem lifir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannsóknir sýna hve öllum er mikilvægt, lífið á enda, að viðhalda andlegri virkni, ekki síður á efri árum. Því er þarft hverjum og einum að finna áhugaverð verkefni og tileinka sér nýja þekkingu meðan heilsa leyfir. Þriðja æviskeiðið telst hefjast um fimmtugt, þá þegar er þörf á að huga að verkefnum þessa æviskeiðs.

U3A Suðurnes var stofnað 16. september 2017 í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Á vegum þess starfa nú þrír hópar, um menningu, ættfræði og sögu og náttúru Suðurnesja. Hópurinn er á facebook, heitir þar U3A Suðurnes  https://www.facebook.com/groups/116440382363892