Kynning á menningu og ferðaþjónustu í Grindavík
Kynning á menningu og ferðaþjónustu 2010 verður haldin laugardaginn 27. febrúar í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grindavík, frá kl. 13.00 – 17.00.
Kynningunni er ætlað að gefa innsýn í menningu og ferðaþjónustu og jafnframt efla samstarf.
Viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar. Kristinn Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi kynnir viðburðamikla dagskrá ársins 2010.
AF STAÐ á Reykjanesið, menningar- og sögutengdar gönguhátíðir. Sigrún Jónsd. Franklín menningarmiðlari kynnir.
Náttúruvika á Reykjanesi, ýmsir dagskrárliðir tengdir náttúru, sögu og menningu á Reykjanesskaga. Sigrún Jónsd. Franklín menningarmiðlari kynnir.
Grindavík Experience, ýmiss fyrirtæki í ferðaþjónustu s.s. Fjórhjólaferðir, Eldfjallaferðir, Bláa Lónið o.fl. kynna starfsemi sína.
Markaðsstofa Suðurnesja. Kristján Pálsson framkvæmdastjóri kynnir starfsemi Markaðsstofu m.a. nýja vefsíðu visitreyknanes.is. og verkefni Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
FERLIR. Ómar Smári Ármannsson göngugarpur m.m. kynnir minja- og söguskilti sem sett hafa verið upp á sjö stöðum í Grindavík og mestlesnu heimildavefsíðu um Reykjanesskagann, ferlir.is.
Eldfjallagarður. Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins kynnir hugmyndir að Eldfjallagarði; samnefnara fyrir sérstöðu Reykjanesskagans, sem geti tengt saman hinar fjölbreyttu auðlindir svæðisins og markað stefnu um nýtingu og verndun hans.
Matur á heimaslóð, kynning á mat og veitingastöðum.
Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskólans.
„Fiskur undir steini“ sýning á samnefndri sjónvarpsmynd (30 mín.) er vakti mikið umtal á sínum tíma um menningu í sjávarþorpum.
Matarsmakk, ferðavinningar og allir velkomnir.