Kynning á bókinni Heiman og heim í Guðbergsstofu
Í kvöld fer fram viðburður í Guðbergsstofu í Kvikunni í Grindavík. Þar verður kynning á bókinni Heiman og heim og á kvikmyndinni Svanurinn. Dr. Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur og Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðakona segja frá undirbúningi bókarinnar og gerð kvikyndarinnar.
Er þetta liður í „Kynning á bókmenntaarfinum“ sem er samstarfsverkefni almenningsbóksasafna Suðurnesja sem eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Boðið verður upp á kaffi og eru allir velkomnir, aðgangur er ókeypis.