Kynngimagnað sjónarspil í Bláa lóninu
Hún var hreint úr sagt kynngimögnuð sýning Íslenska dansflokksins í Bláa lóninu að kvöldi síðasta vetrardags þar sem samspil áhrifamikillar túlkunar, ljóss og myrkurs, hljóðs og lita skapaði gríðarlegt sjónarspil sem hélt áhorfendum hugfögnum allan tímann.
Sjá mátti alls kyns furðuverur lifna við í þessu sjónarspili en sýningin fór fram ofan í lóninu, þar sem áhorfendur höfðu komið sér fyrir. Seinni hluti sýningarinnar fór síðan fram í salarkynnum Bláa lónsins.
Höfundar verksins eru dansararnir Erna og Damien Jalet og myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir.
Svipmyndir frá sýningunni eru komnar inn á ljósmyndavefinn hér á vefnum.
--
VFmynd/elg