Kynjaverur á brautinni
Það leit helst út sem geimvera væri lent á Reykjanesbrautinni í gær þegar gröfukallarnir stungu saman nefjum í gröfum sínum. Þeir lögðu gröfunum saman þannig að þeir gætu spjallað, sjálfsagt um landsins gagn og nauðsynjar. Ekki fylgir sögunni hvort þeir hafi verið að fá sér kaffisopa, en þegar myndin er tekin var kaffitíminn að nálgast. Framkvæmdir við Reykjanesbraut ganga vel og eru vinnuvélar víða að störfum.