Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Mannlíf

Kynfræðsla Pörupilta í Stapanum
Fimmtudagur 23. mars 2017 kl. 06:00

Kynfræðsla Pörupilta í Stapanum

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar býður öllum 10. bekkingum í grunnskólum Reykjanesbæjar upp á kynfræðslu í Stapanum 28. mars næstkomandi. Leikarar frá Borgarleikhúsinu munu fræða ungmennin en í fyrra var boðið upp á sömu fræðslu sem þótti lukkast vel.

Samkvæmt vef Borgarleikhússins miðar sýningin að því að fræða krakka og afhelga umræðu um kynlíf á fyndinn og skemmtilegan hátt. Hugmyndin er að ná til krakkanna sem eru að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði með húmorinn að vopni. En í leiðinni er lögð mikil áhersla á að standa með sjálfum sér og bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Public deli
Public deli

Sýningin var unnin í samvinnu við nemendur í kynjafræði í Kvennaskóla Reykjavíkur, Landlæknisembættið og Siggu Dögg kynfræðing. Sýningin var tilnefnd til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2014.