Kyndlar það eina sem mátti brenna
Kyndlar voru það eina sem mátti brenna á þrettándafagnaði í Reykjanesbæ í kvöld. Óhagstæð vindátt kom í veg fyrir að hægt væri að kveikja í þrettándabálkesti sem hlaðinn hafði verið á Bakkalág milli Hafnargötu og Ægisgötu í Keflavík í kvöld.
Ýmsar furðuverður voru á svæðinu í bland við álfa, púka og tröll. Þá var Grýla mætt á svæðið að sækja síðasta jólasveininn sem ekki var farinn til fjalla.
Fleiri myndir frá þrettándafagnaðinum í Reykjanesbæ birtast hér á vf.is í fyrramálið.
VF-myndir: Hilmar Bragi