Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kvöldvaka með erlendum listamönnum í Garði
Fimmtudagur 30. desember 2010 kl. 09:33

Kvöldvaka með erlendum listamönnum í Garði

Í kvöld, fimmtudagskvölkd, kl. 21:30 verður kvöldvaka í Samkomuhúsinu með erlendu listamönnunum sem eru í Garði á vegum Ferskra vinda í Garði og þeim Árna Johnsen og Hermanni Inga.
Tekin verður létt lota að hætti Árna og íbúar í Garði og nágrannasveitarfélögum eru hvattir til að koma og taka þátt í kvöldvökunni og sjá hvað listamennirnir eru að fást við. Enginn aðgangseyrir er að kvöldvökunni.


Listaverkefnið „Ferskir Vindar í Garði“ er á fullum krafti og mikið um að vera. Listamennirnir vinna mikið í Áhaldahúsinu og samkomuhúsinu og síðan víða um bæinn á meðan skólarnir eru ekki starfandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarbúar í Garði eru hvattir til að líta við bæði í Samkomuhúsinu og eins Áhaldahúsinu og sjá hvað er í gangi. Það eru allir hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu.