Kvöldvaka hjá Þ-listanum í Sandgerði
Kvöldvaka Sandgerðislistans fyrir 60 ára og eldri var haldin í Miðhúsum þann 21. maí. Þar fluttu fremstu menn listans Ólafur Þór Ólafsson og Hallbjörn V.Rúnarsson stutt ávörp og þar á eftir flutti Sigurður Jónsson nokkur lög á harmoniku og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, sem skipar 8. sæti Sandgerðislistans, heillaði áhorfendur með ljúfum þverflautuleik.Þá las Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir stutt ágrip úr Brekkukotsannál eftir Halldór Kiljan Laxness. Að síðustu var bragðað á kræsingum og spjallað fram eftir kvöldi.