Kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju
- í Kirkjulundi þriðjudagur 18. nóvember kl. 20:00.
Önnur kvöldstundin með Kór Keflavíkurkirkju verður haldin þriðjudaginn 18. nóvember. og hefst hún kl. 20:00.
Reykjanesbær er styrktaraðili kvöldsins og býður starfsfólki sínu og öðrum góðum gestum að njóta.
Fram kona rakarakvartettinn Kóngar og söngsveitin Seríurnar sem skipuð er sópransöngkonum úr kórnum en einnig munu eftirtaldir kórfélagar syngja einsöng.
Elmar Þór Hauksson
Birna Rúnarsdóttir
Ösp Birgisdóttir
Undirleikari er Arnór B. Vilbergsson organisti og kynnir er hinn eini sanni Kristján Jóhannsson.
Boðið verður upp á kaffi og kruðerí í notalegri kaffihúsastemmningu í Kirkjulundi og eru frjáls framlög í ferðasjóð kórsins vel þegin.