Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kvölddagskrá án rigningar á bæjarhátíð á Garðskaga
Frá hátíðarsvæðinu í dag þegar persónur úr Latabæ komu í heimsókn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Laugardagur 26. ágúst 2023 kl. 17:23

Kvölddagskrá án rigningar á bæjarhátíð á Garðskaga

Bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ hefur haldið áfram í dag. Í dag hefur dagskrá verið á hátíðarsvæðinu á Garðskaga sem hófst með barnaskemmtun milli kl. 13-15.

Kvöldskemmtun hefst svo kl.20:00 á Garðsskaga. Kynnir kvöldskemmtunarinnar er Eva Ruza.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á dagskránni verða:
Herbert Guðmundsson 
Stefanía Svavarsdóttir 
Aron Can  
XXX Rottweiler 
Matti Matt og hljómsveit 

Flugeldasýning í umsjón björgunarsveitarinnar Ægis verður í lok dagskrár.

Eftir að dagskrá á Garðskaga er lokið verður Sjávarsetrið í Sandgerði með afmælisfagnað í tilefni af eins árs afmæli. Hljómsveitin 3/4 mætir og öllum frjálst að leyfa hæfileikum sínum að blómstra, eigna sér sviðsljósið og grípa í fóninn.

Verðurhorfur fyrir kvöldið eru góðar.
Það á að hætta að rigna núna síðdegis og verður orðið hálfskýjað um kl. 22 í kvöld, þannig að það er von á þurru og fínu kvöldi á Garðskaga.