Kvöddu Ellert fyrrum bæjarstjóra
- á aðalfundi Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar.
Á aðalfundi Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar, sem fram fór fyrir skömmu, var Ellerti Eiríkssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, þökkuð góð störf í þágu sjóðsins. Ellert sat í stjórn sjóðsins frá 26. júlí 1990 til 22. júlí 2014 eða í 24 ár, þar af 12 ár sem formaður. Í samþykktum sjóðsins er gert ráð fyrir að bæjarstjóri á hverjum tíma skipi formannssætið.