Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kvikmyndatónlist blásin í Stapa
Miðvikudagur 17. nóvember 2010 kl. 01:20

Kvikmyndatónlist blásin í Stapa

„Landslið“ Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fór á kostum á hausttónleikum sem hún hélt í nýjum Stapa í gærkvöldi þegar hún flutti kvikmyndalög við frábærar undirtekir fjölmargra tónleikagesta.
Yngri lúðrasveitir komu fram á undan og þóttu standa sig vel sem og sérstök trommusveit. Þegar lúðrasveitin flutti kvikmyndatónlistina var slökkt í salnum, tónlistarfólkið fékk ljós á nóturnar og síðan var brotum úr kvikmyndum varpað upp á risastóran skjá. Þá stjórnuðu hjónin Karen og Björn Sturlaugsson tónlist og mynd. Karen stýrði hljómsveitinni og Björn var við stjórnvölinn á tölvunni sem flutti kvikmyndasýnishornin á risaskjáinn. Flott samvinna þeirra hjóna og fjörutíu efnilegra tónlistarmanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fleiri myndir frá tónleikunum eru væntanlegar síðar í dag. VF-myndir/pket