Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kvikmyndatónleikar á miðvikudag
Laugardagur 12. mars 2016 kl. 11:56

Kvikmyndatónleikar á miðvikudag

- hjá Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Kvikmyndatónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða haldnir í Stapa, Hljómahöllinni. miðvikudaginn 16. mars klukkan 18.00. Á tónleikunum koma fram yngsta, mið og elsta lúðrasveit skólans.

Það kennir ýmissa grasa á efnisskrá tónleikanna, en þó einkennast þeir af kvikmyndatónlist sem er þema tónleikanna. Jafnframt verða sýnd myndskeið úr viðkomandi myndum. Sem dæmi, þá verður leikin tónlist úr kvikmyndunum Star Wars, Toy Story og Mamma Mia og úr þáttaröðinni Game of Thrones.

Stjórnendur lúðrasveitanna eru Harpa Jóhannsdóttir, Þorvaldur Halldórsson og Sandra Rún Jónsdóttir.

Búast má við skemmtilegri stemmningu og líflegum tónleikum.  Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Allir áhugasamir eru eindregið hvattir til að mæta og taka með sér gesti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024