Kvikan er margt í senn
Miðstöð menningar, nýsköpunar og lista.
Kvikan, auðlinda- og menningarhús Grindavíkur, var opnað 2002 og er sérhannað sýningarhús. Þar er að finna þrjár sýningar um auðlindir í Grindavík:
• Saltfisksetur Íslands
• Jarðorkan
• Guðbergsstofa
Þetta eru vandaðar og fróðlegar sýningar sem vakið hafa mikla athygli. Skemmtilegt námsefni fyrir skólahópa á öllum skólastigum um Saltfisksetrið og Jarðorkuna.
Í Kvikunni eru einnig;
• Upplýsingar um Jarðvang á Reykjanesi. Kvikan er hluti af upplýsingastofum fyrir Reykjanes Jarðvang. Stefnt er að því að jarðvangurinn verði lyftistöng fyrir svæði á sviðum ferðamála, framleiðslu og fræðslu.
• Þekkingasetrið Codland sem er fyrirtækjaklasi í tengslum við fullvinnslu. Codland er í eigu Vísis og Þorbjarnar en ýmis fyrirtæki koma einnig að samstarfi innan Codlands. Ýmis uppbygging í hafsækinni starfsemi á sér nú stað í Grindavík eins og fullvinnsla sjávarafurða, líftækni, haftengd ferðaþjónusta, framleiðsla á snyrtivörum og margt fleira. Ýmis þessara verkefna eru unnin í samvinnu fyrirtækja, Matís og fleiri aðila.
• Upplýsingamiðstöð ferðamanna
• Ýmsir menningarviðburðir og minni sýningar
• Ráðstefnu- og veislusalir (til útleigu)
Góður aðgangur er fyrir hreyfihamlaða. Eftir að hafa séð sýningarnar er upplagt að fá sér kaffi og meðlæti. Þráðlaust net sem þarf að greiða aðgang að. Jafnframt eru minjagripir til sölu.