Kvennamessa Kvenfélags Grindavíkur
Kvennamessa Kvenfélags Grindavíkur fór fram sunnudaginn 15. nóvember 2015. Séra Elínborg Gísladóttir sóknaprestur þjónaði fyrir altari, heiðursfélagar Kvenfélagsins þær Jóhanna Sigurðardóttir og Elín P Alexandersdóttir lásu ritningartexta. Ræðumaður var Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. Um einsöng sá Rósalind Gísladóttir, Kór Grindavíkurkirkju söng undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.
Fimmtán félagskonur voru heiðraðar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins um heiðrunina sá Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenfélagsins.
Á myndinni að ofan eru þær Kvenfélagskonur sem voru heiðraðar: Bára Ágústsdóttir, Birna Bjarnardóttir, Guðveig Sigurðardóttir, Hallbera Árný Ágústsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Jóhanna Garðarsdóttir, Kolbrún Einarsdóttir, Kristín Thorstensen, Margrét Brynjólfsdóttir, Pálmey Jakobsdóttir, Ragna Fossádal, Rannvá Szmiedowicz, Rún Pétursdóttir, Sæbjörg María Vilmundsdóttir og Vilborg Guðjónsdóttir. Fengu þær allar gullmerki félagsins sem hannað var af Evelyn Adólfsdóttur
Á myndinni að ofan eru heiðursfélagar Kvenfélags Grindavíkur : Jóhanna Sigurðardóttir Vigdís Magnúsdóttir Elín P Alexandersdóttir Birna Óladóttir og Petra Stefánsdóttir.
Að lokinni messu var boðið upp á kaffi sem kvenfélagskonur höfðu töfruð fram eins og þeim einum lagið. Kaffið var selt var gegn vægu gjaldi og rann allur ágóði af kaffinu í líknarsjóð kirkjunnar.
Meðfylgjandi myndir tóku Eyjólfur Vilbergsson og Eiríkur Dagbjartsson.
Kvenfélagið vill koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa fyrr og síðar veitt félaginu lið, segir á vef Grindavíkurbæjar sem birti þessa umfjöllun og myndir.