Kvennakórsferð til eyjunnar grænu
Kvennakór Suðurnesja tók þátt í kórahátíð í Cork á Írlandi dagana 27. - 30. apríl sl., en í Cork hafa slík mót verið haldin um margra ára skeið eða allt frá árinu 1954, með þátttöku kóra víðsvegar að af heimsbyggðinni. Lagt var upp frá Keflavík snemma morguns 26. apríl, en fyrst höfðu konurnar tekið sólarhæðina í „markaðnum“ og fríhöfninni og sungið svo fyrir flughafnargesti áður en haldið var um borð í eina af 757 vélum Flugleiða. Millilent var á Heathrow flugvelli, þar sem lítilsháttar bið var eftir flugi til Cork, en þegar þangað var komið sungu konurnar sig inn í landið á sinn alkunna hátt áður en haldið var til hótelsins.Þarna kynntu sig leiðsögumenn okkar úr móttökunefnd Corkborgar, tvær indælar írskar konur, þær Monika og Audry, sem áttu eftir að leiðbeina okkur á meðan á dvölinni stóð og skiluðu okkur síðan út í flugstöðina í Cork þegar haldið var úr landi.Það ríkti gleði og eftirvænting í hópnum, en þessi ferð var eins konar lokapunktur á góðu tímabili kórsins að þessu sinni, undir stjórn Agotu Joó og undirleikara Vilbergs Viggóssonar, og ekki spillti góða veðrið sem við tók í nýju landi.Konurnar höfðu lýst því yfir að það yrði vel þegið ef eiginmennirnir sæju sér fært að fylgja þeim út í heim. Vorum við 12 karlar sem gátum verið á lausu þennan tíma, sem varð að átta gleðidögum með kvennakórskonum, sem sýndu sínar bestu hliðar.Að sjálfsögðu höfðu konurnar lagt mikið á sig í fjáröflun fyrir ferðina til að ná endum saman og með dugnaði og áræðni, velvilja margra fyrirtækja og stofnana, tókst það bærilega og er þeim öllum þakkað fyrir þátt sinn. Dvalist var á Hótel Juris-Inn, sem er staðsett við Lee-ána og þegar fólk hafði komið sér fyrir og látið ferðþreytuna líða aðeins úr sér, var farið að líta í kring um sig um kvöldið og skoða borgina, sem er viðkunnanleg og falleg. Sagt hefur verið að þar sem Cork stendur á eyju milli tveggja ála Lee-árinnar, megi í raun kalla borgina Feneyjar-Írlands, en íbúar Cork eru um 150 þúsund.Að þessu sinni voru 14 kórar mættir til leiks víðs vegar að úr heiminum, og var greinilegt að ekki hefur verið farin stysta leið á sviðið í City Hall í Cork. Þarna voru á ferðinni þrautþjálfaðir söngvarar í flestum kórunum.Kvennakór Suðurnesja var hinsvegar eini gestakórinn, sem boðið var að vera með, eftir að hafa sent upptöku, án undirleiks, til skipuleggjenda mótsins sl. vetur. Það er að sjálfsögðu átak og dugnaður, þegar húsmæður gefa sér tíma til að taka lagið eftir vinnudaginn, koma saman og æfa til að skapa menningu og taka sig svo upp til að leyfa tónlistarunnendum annarra landa að njóta þess, sem þær eru að gera.Mikill metnaður hafði greinilega verið lagður í að mótið, The Cork International Choral Festival, yrði hið fullkomnasta og var opnunin, sem kölluð var R.T.É. Opening Gala Consert til vitnis um það, þar sem fram komu National Symphony Orchestra ásamt R.P.T. Philharmonic Choir, sem er blandaður kór með fjórum stórsöngvurum, og fluttu þau verkið Missa Solemnis, eftir Beethoven á stórkostlegan hátt. Írarnir virðast vera þjálfaðir í að halda utan um slíkar uppákomur og höfðu greinilega gaman af að hafa allan þennan fjölda góðra gesta í heimsókn í Cork . Kvennakórinn söng víðs vegar um borgina og nágrenni á meðan á dvölinni stóð og mátti greina eftirvæntingu og gleði fólksins á stöðunum þar sem kórinn söng. Fyrst var sungið í A.I.B. Bank, sem er stór og falleg bygging með miklum marmara og góðum hljómburði. Á eftir var boðið uppá kaffiveitingar í veitingasal bankans.Síðar þann dag var sungið í Merchant´s Quay Centre. Næsta dag var sungið fyrir borgarstjórann í móttökusal borgarinnar, ásamt breskum blönduðum kór. Síðdegis var svo komið að þátttöku kórsins á sviðinu í City Hall, sem gestakór keppninnar og var það áhrifamikil stund fyrir konurnar að fá að blanda sér inn á aðalvettvang stjörnum prýddra kóranna sem þarna tóku þátt, enda voru undirtektir viðstaddra góðar.Um kvöldið var síðan haldið til smábæjarins Macroom, sem er utan við Cork og haldnir tónleikar þar í County Concert Hall, við góðar undirtektir en þar stóð einmitt yfir mikil bæjarhátíð. Eftir tónleikana var boðið upp á veitingar á Hotel Victoria, sem stendur hinum megin götunnar og var þar brugðið á glens og slegið á létta strengi fram eftir kvöldi áður en haldið var heim á leið til hótelsins eftir stærsta dag ferðarinnar . Næsta dag 29. apríl var sungið í Vision Centre. Sunnudaginn 30. apríl tók kórinn þátt í katólskri messu í The Holy Spirit Church, sem er stór og falleg kirkja með miklum hvelfingum og góðum hljómburði, þar sem sungið var á sönglofti aftan við söfnuðinn. Orgelið sem var stórt og hljómmikið var svolítið erfitt viðfangs fyrir undirleikarann í byrjun, þar sem þau höfðu ekki sést áður, en með sinni lipurð og lagni tókst Vilberg að lokka það til hlýðni við sig. Þarna söng kórinn m.a. lögin Sanctus við flautuundirleik Birnu Rúnarsdóttur og einsöng Sigrúnar Ingadóttur, sem hljómaði fallega í hvelfingunum Ave Maria, eftir Brahms var sunginn af mikilli innlifun og þrótti og enduðu svo á negrasálminum All My Trails, sem var veglegur endir á fallegri kirkjuathöfn.Þegar söngurinn hljóðnaði mátti sjá mörg tár leita skjóls í mjúkum klútum fólksins niðri á kirkjubekkjunum. Ásamt fallegum söng í City Hall komu Írarnir okkur á óvart með glæsilegri sýningu á Riverdansi, þar sem hópur ungra dansmeyja ásamt herramanni sýndu ótrúleg og heillandi tilþrif á sviðinu svo unun var á að horfa og er ekki laust við að Riverdansinn duni enn í æðum.Margir kóranna gerðu sannanlega tilkall til fyrsta sætisins í keppninni, en aðeins var hægt að veita einum þeirra hin eftirsótta heiður og þegar upp var staðið reyndist það vera blandaður kór frá Filippseyjum, sem lét að stjórn eins og vel stillt hljóðfæri. Það fregnaðist á eftir að kórinn væri búinn að vera á löngu söngferðalagi, sem endaði á sviðinu í City Hall þar sem ávextir erfiðisins skiluðu sér í körfu þeirra.1. maí skoðuðum við Jameson Whisky verksmiðjuna utan við Cork og um kvöldið var svo efnt til árshátíðar kórsins á samkomustað staðarins þar sem komu fram írskir skemmtikraftar, söngvarar og riverdansarar, sem var hin besta skemmtun.Leyninúmer kvöldsins var hinsvegar uppákoma karlanna í ferðinni þegar við sungum fyrir konurnar eitt lag, sem við höfðum æft á laun á hótelinu áður en lagt var af stað og ég held bara að þar höfum við slegið í gegn í fyrsta sinn á æfinni.Næsta dag skoðuðum við kastala í smábænum Blarney þar sem eru sögð vera 103 tröppuþrep upp á efstu hæðina, en það stóð ekki í okkur og var útsýnið afar fallegt þegar komið var á toppinn og sólríkur dagurinn fór vel í mannskapinn, sem farinn var að hugsa um heimferðina næsta dag.Við kvöddum Cork kl. 6 næsta morgun í fallegu veðri og þurftum að bíða í 4 tíma í flugstöðinni á Heathrow. Það voru þreyttir en ánægðir ferðalangar sem gengu út úr Leifsstöð með töskurnar sínar fullar af fallegum fötum og góðum minningum úr ferðinni. Og í ljóði sem til varð í ferðinni, segir svo m.a. :Yfir rauðbrúnummúrsteinsbyggingunumvaknar margliturmorgunhimininn í Corkaf værum svefni.Þegar írsku augun brosaí dimmrauða morgunsólinavið ferðalokgetur fátt aftrað ferðalöngumnorðursins, að leggja innhlýjar kveðjurað skilnaði.J.S.