Kvennakór Suðurnesja fagnar 50 ára afmæli
Þann 22. febrúar 2018 verða 50 ár liðin frá því að Kvennakór Suðurnesja var stofnaður og er hann elsti starfandi kvennakór landsins. Kórinn hefur átt sinn þátt í blómlegu menningarlífi á Suðurnesjum og hefur stuðlað að þátttöku kvenna í tónlistarlífi á svæðinu, en mikill fjöldi söngkvenna hefur sungið með kórnum þessi 50 ár.
Kórinn ætlar að halda veglega upp á stórafmælið með afmælistónleikum í Stapa, Hljómahöll á sjálfan afmælisdaginn, auk þess sem haldin verður sýning í tengslum við afmælið í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar í Stofunni í Duus Safnahúsum. Einnig munu Víkurfréttir gefa út sérblað í tilefni afmælisins sem gefið verður út miðvikudaginn 14. febrúar og dreift í öll hús á Suðurnesjum, þar sem farið verður yfir sögu og starfsemi kórsins í máli og myndum.
Á tónleikunum í Stapa verður flutt tónlist eftir Suðurnesjatónskáld og textahöfunda, má þar nefna Magnús Þór Sigmundsson, Of Monsters and Men, Gunnar Þórðarson, Valdimar, Rúnar Júlíusson, Hjálma, Þorstein Eggertsson, Magnús Kjartansson og fleiri.
Kórinn fær til liðs við sig frábært tónlistarfólk af Suðurnesjum, en þau Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart koma fram á tónleikunum og um hljóðfæraleik sjá Geirþrúður Fanney Bogadóttir á píanó, Þorvaldur Halldórsson á trommur, Jón Árni Benediktsson á bassa, Ásgeir Aðalsteinsson á gítar og Valdimar Guðmundsson á básúnu. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir.
Sýningin í Duus mun spanna 50 ára sögu kórsins í máli, myndum og hljóðdæmum. Sýningin verður opnuð föstudaginn 9. febrúar og mun kórinn syngja við opnunina kl. 18. Einnig heldur kórinn tónleika í Bíósalnum í Duus við lok sýningarinnar sunnudaginn 11. mars, en þá helgi er safnahelgi á Suðurnesjum. Safnið er opið alla daga frá kl. 12 - 17.
Kórkonur eru stoltar af því að konum hér á Suðurnesjum hafi tekist að halda starfseminni svo blómlegri allan þennan tíma. Þar eiga stofnendur kórsins mikinn þátt því vel var staðið að uppbyggingu fyrstu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrir konur á þeim tíma að stunda og reka félagsstarfssemi. Fjölmargar konur af Suðurnesjum hafa átt þátt í að syngja með kórnum og halda honum gangandi. Þessari starfssemi sem er hluti af okkar menningarlífi og sögu kvenna á Suðurnesjum verður gerð skil á sýningunni. Margir ættu þar að kannast við ömmu, mömmu, systur eða vinkonu í sögu kórsins.
-
-
Íbúafundir í Grindavík og Reykjanesbæ í kvöld
Mannlíf 20.02.2019 -
Syngjandi frá Kaliforníu til Grindavíkur
Mannlíf 20.02.2019 -
Íbúafundur um ferðamál í Vogum
Mannlíf 19.02.2019
-
-
-
Lifandi og krefjandi starf sem gefur mikið
Mannlíf 17.02.2019 -
Nafli alheimsins og snjóléttasti bær á Íslandi
Mannlíf 17.02.2019 -
Grindavík hefur margt að bjóða
Mannlíf 17.02.2019
-
-
-
Fyrsti kossinn, Bláu augun þín og Harðsnúna Hanna
Mannlíf 16.02.2019 -
Mannlíf 16.02.2019
-
Mannlíf 15.02.2019
-
-
-
Grænt ljós, gult ljós, rautt ljós
Aðsent 22.02.2019 -
Fréttir 22.02.2019
-
HSS fær 53 milljónir í geðheilbrigðismál
Fréttir 22.02.2019 -
Ungt fólk áberandi í Suðurnesjamagasíni vikunnar
VefTV 21.02.2019 -
Rafmagnslaust oftar en góðu hófi gegnir
Fréttir 22.02.2019 -
„Verkföll eru alfarið á ábyrgð atvinnurekanda“
Fréttir 22.02.2019 -
Ríkisstörfum fjölgar á Suðurnesjum
Fréttir 21.02.2019 -
Sara Rún klárar tímabilið með Keflavík
Íþróttir 21.02.2019 -
Gera hinum aldraða kleift að búa eins lengi heima og unnt er
Fréttir 21.02.2019 -
Af hverju er maðurinn þinn svona skrítinn?
Aðsent 25.01.2019 -
Aðsent 07.02.2019
-
Keflavík gerði mig að manninum sem ég er
Mannlíf 10.02.2019
-
-
-
Ungt fólk áberandi í Suðurnesjamagasíni vikunnar
VefTV 21.02.2019 -
Unnið með sköpunarsöguna og passíusálma
VefTV 21.02.2019 -
Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð á Ásbrú
VefTV 16.02.2019 -
VefTV 16.02.2019
-
Heilsugæsla dýranna og tölvuleikjanám í Suðurnesjamagasíni vikunnar
VefTV 14.02.2019 -
VefTV 09.02.2019
-
Hæfileikaríkur hópur setur upp Furðuverk
VefTV 09.02.2019 -
Furðuverk og auðlindagarður í Suðurnesjamagasíni
VefTV 07.02.2019 -
Nýtt lúxushótel og spa í Bláa Lóninu - sjón er sögu ríkari
VefTV 04.02.2019 -
The Retreat at Blue Lagoon og HS Orka í Suðurnesjamagasíni
VefTV 31.01.2019 -
Aðgerðir fyrir vaxtarsvæðið Suðurnes
VefTV 31.01.2019 -
Suðurnesjamaður ársins í Suðurnesjamagasíni
VefTV 25.01.2019
-