Kvennahlaupið á morgun
23. Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á morgun laugardaginn, 16. júní og hefst klukkan 11:00 um allt land. Hlaupið verður frá ýmsum stöðum á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ verður hlaupið frá Húsinu okkar (K-húsinu við fótboltavöllinn) og er hægt að velja um 3 vegalengdir; 2, 4 eða 7 km. Vegalengdin er kannski ekki aðal málið heldur að vera með og hafa gaman af.
Hægt er að skrá sig í hlaupið í dag en skráning fyrir Reykjanesbæ fer fram kl. 17-19 í Húsinu okkar, Hringbraut 108. Þátttökugjald er 1250 kr. og innifalið í því er flottur rauður bolur, verðlaunapeningur, Egils Kristall og frítt er í sund á eftir í Vatnaveröld. Á laugardaginn kl.10-10.55 geta þær skráð sig sem ekki komast í forskráninguna.