Kvenfélagskonur í Garðinum gáfu leikjatölvu
Unglingum í Sveitarfélaginu Garði barst núna rétt fyrir jól, andvirði PLAYSTATION 3 leikjatölvu ásamt tveimur leikjum og fylgihlutum, að gjöf frá Kvenfélaginu GEFN í Garði.
Formaður kvenfélagsins, Herborg Hjálmarsdóttir kíkti í heimsókn á rétt nýbyrjað Jólaball félagsmiðstöðvarinnar og afhenti gjafabréf að upphæð 100.000 krónur. Fyrir hönd Húsráðs Félagsmiðstöðvarinnar Eldingarinnar og unglinga í Sveitarfélaginu Garði veittu gjöfinni viðtöku þeir félagar Arnar Freyr Árnason og Garðar Helgi Friðbjörnsson í viðurvist fjölda unglinga á árlegu Jólaballi Félagsmiðstöðvarinnar Eldingar.
Þeir fluttu stutt þakkarávarp til Kvenfélagsins og tóku unglingarnir undir með lófaklappi. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tilefni.
Ánægðir unglingar með rausnarlega gjöf.
Félagsmiðstöðin Eldingin, Húsráð og unglingar í Sveitarfélaginu Garði vilja koma á framfæri þakklæti fyrir rausnarlega gjöf sem hefur strax verið tekin í notkun, unglingum sem heimsækja félagsmiðstöðina, til mikillar gleði.
Myndir: Herborg afhendir gjöfina sem Arnar og Garðar taka við.