Kvenfélagskonur halda bingó og styrkja Björgina
Kvenfélag Keflavíkur er búið að vera starfandi síðan 1944. Það hefur verið þátttakandi í uppbyggingu samfélagsins í bæjarfélaginu okkar og víðar með sýnum fjáröflunum, sem hafa nýst til frábærra verka í gegnum tíðina.
Kvenfélagskonur halda fundi sýna reglulega í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 6 og er næsti fundur mánudaginn 5 nóv. Kl. 20.00. Þá verður Bingó og eru allar konur hvattar til að koma og taka þátt í þessari fjáröflun Kvenfélags Keflavíkur.
Það er einnig gaman að segja frá því að kvenfélagskonur hafa ekki setið auðum höndum á haustmánuðum, heldur prjónað í gríð og erg bæði töskupoka og jólasveina úr lopa sem á að selja á basar sem haldinn verður á Nesvöllum í nóvember næstkomandi.
Því jákvæðari sem ver göngum að verkinu því meira og betra verður það öllum til góða, það er segin saga.
Meðfylgjandi mynd er af kvenfélagskonunum, þeim Fríðu Bjarnsdóttur, Salome Kristinsdóttur og Sumarrósu H. Ragnarsdóttur að afhenda styrk til Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, nú í október og tekur Hafdís Guðmundsdóttir forstöðumaður við honum þar.
Skoðið skráninguna sem málað hefur verið á vegginn á myndinni, Þar stendur stórum og skýrum stöfum: Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast. Það felst mikil og stór ábending í þessari setningu orðanna og á við okkur öll í þema lífsins.
F.h. Kvenfélags Keflavíkur,
Sumarrós Hildur Ragnarsdóttir, stjórnarkona.