Kvenfélagskonur funda í Garði um helgina
Kvenfélagið Gefn verður gestgjafi aðalfundar Kvenfélagasambands Gullbringu-og Kjósarsýslu nú um helgina. Fundurinn verður haldinn í sal grunnskólans, Miðgarði í Gerðaskóla.
Von er á um 50 konum frá kvenfélögum innan sambandsins til fundarins. Kvenfélögin eiga sér langa og farsæla sögu á Íslandi. Þau hafa látið sig samfélagsleg verkefni varða og hafa víða verið kjölfesta í sínum samfélögum og skipt miklu máli í félagslífi hvers sveitarfélags.