Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kvenfélagið heldur karlakvöld
Mánudagur 23. ágúst 2010 kl. 08:24

Kvenfélagið heldur karlakvöld


Hinir árlegu Sandgerðisdagar eru framundan en eiginleg dagskrá þeirra hefst í dag og nær svo hápunkti um næstu helgi. Formleg dagskrá dagsins í dag verður karlakvöld í sundlauginni kl. 20. Það er kvenfélagið Hvöt sem stendur að karlakvöldinu. Já, þið lásuð þetta rétt, kvenfélagið heldur karlakvöld í sundlauginni í kvöld. En til þess að jafnréttis sé nú gætt þá verður haldið kósý konukvöld í sundlauginni annað kvöld.

Formleg setning Sandgerðisdaga verður á miðvikudaginn kl. 13 í Vörðunni þegar leik og grunnskólanemendur marsera að þangað og setja dagana með bæjarstjóra. Við þetta sama tækifæri verður opnuð myndlistarsýning leikskólabarna.

Nánar verður greint frá dagskránni þegar nær dregur en einnig er hægt að fylgjast með dagskrá og fréttum á vef Sandgerðisdaga.
---

Mynd/www.245.is – Frá kósý könukvöldi í sundalauginni á síðustu Sandgerðisdögum. Karlarnir í bænum fá líka sitt karlakvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024