Heklan
Heklan

Mannlíf

Kvenfélagið Gefn gefur til samfélagsins
Þriðjudagur 25. maí 2010 kl. 09:33

Kvenfélagið Gefn gefur til samfélagsins

Virkni kvenfélagsins Gefnar í Garði skilar sér út í samfélagið. Frá áramótum hafa kvenfélagskonur gefið gafir úr líknarsjóði félagsins.


Gerðaskóla voru færð tvö stór og vegleg taflborð frá Barnasmiðjunni þegar nýtt og myndarlegt húsnæði skólans var formlega afhent í mars sl. Til söfnunar fyrir ytri öndunarvél sem Þorbjörg Friðriksdóttir stendur fyrir og færa á HSS að gjöf 100.000 kr.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Skammtímavistuninni Heiðarholti færðu þær 50.000 kr. til kaupa á ljósmyndavél og var upphæðin afhent á opnum degi í Heiðarholti í tilefni Listar án landamæra. Til kaupa á ljóskerum við göngusíga kirkjugarðsins ákváðu konur að gefa 800.000 kr. og var gjöfin  til minningar um látnar kvenfélagskonur. Þá var styrkur til fjöldskyldna 300.000 krónur.

VF jól 25
VF jól 25