Kvenfélag Grindavíkur færði Víðihlíð gjafir
Félagar í Kvenfélagi Grindavíkur færðu hjúkrunarheimilinu Víðihlíð ýmsar gjafir til nota í stólaleikfimi. Frá gjöfinni er greint á vefnum Grindavik.net. Við afhendingu gjafanna var haldið kaffisamsæti og farið í létta leiki og gjafirnar prufaðar.
Kvenfélag Grindavíkur var stofnað árið 1923 og eru félagar um 170 talsins.
Gjafirnar prufaðar. Myndir af vefnum Grindavik.net