Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 5. maí 2002 kl. 17:22

Kveikt í konum hjá Framsókn í kvöld

Landssamband framsóknarkvenna og Björk, félag framsóknarkvenna  í Reykjanesbæ, bjóða öllum konum á Suðurnesjum til fagnaðar sunnudaginn 5. maí kl. 20:00 í Framsóknarhúsinu að Hafnargötu 62.Meðal gesta verða Siv Friðleifsdóttir Umhverfisráðherra og Dagný Jónsdóttir, ung og kraftmikil kona frá flokksskrifstofu Framsóknarflokksins Hverfisgötu 33.

Kjartan Már Kjartansson, leiðtogi Framsóknarmanna í Reykjanesbæ, Freyr Sverrisson, sem skipar 8. sæti listans, og Jón Marinó Sigurðsson, sem skipar 5. sæti listans, koma og verða með skemmtiatriði s.s. tónlistarflutning, töfrabrögð, gamanmál  og fleira.

Í boði verður fordrykkur og léttar veitingar. Nokkrar heppnar konur fá happdrættisvinning s.s. málverk eftir Tobbu og fleira veglegt.

Einnig er rétt að geta þess að myndlistasýning Tobbu verður í gangi og hefur hún ákveðið að gefa langveikum börnum 30% af andvirði seldra verka.



Partýið er opið öllum -  fjölmennum og tökum með okkur gesti.



LFK og Björk
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024