Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kveikt á Stefnumótastaurnum í dag
Staurinn fyrr í vikunni. Nú er búið að setja í hann forláta ljóskúpul og hátalarakerfi.
Föstudagur 5. september 2014 kl. 13:39

Kveikt á Stefnumótastaurnum í dag

– Syngjandi ljósastaur á horni Hafnargötu og Tjarnargötu

Kveikt verður á hinum svokallaða Stefnumótastaur á horni Hafnargötu og Tjarnargötu í dag kl. 17:00. Magnús Kjartansson, höfundur lagsins Skólaball, kveikir á Stefnumótastaurnum en ljósastaurinn kemur við sögu í texta popplagsins góða sem hvert mannsbarn þekkir þar sem m.a. segir „Ég sá hana á skólaballinu í gær…“ og „… upp að ljósastaur sér hallaði og ennið hélt…“

Eins og fyrr segir mun Magnús Kjartansson formlega keikja á staurnum sem hefur verið útbúinn með hátalarakerfi sem spilar bort úr laginu „Skólaball“ þegar ýtt er á takka á staurnum. Björgvin Halldórsson verður einnig við athöfnina í dag en ekki hefur verið gefið upp hvort hann flytji „Skólaball“ órafmagnað á horni Hafnargötu og Tjarnargötu síðdegis. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024