Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kveikt á jólatrjám í slagveðursrigningu og stórhríð
Mánudagur 8. desember 2008 kl. 13:42

Kveikt á jólatrjám í slagveðursrigningu og stórhríð



Kveikt var á jólatrjám í sveitarfélögum Suðurnesja um helgina og er óhætt að segja að ekki hafi viðrað vel til þess arna. Í Reykjanesbæ var slagveðursrigning á laugardag þegar kveikt var á jólatrénu á Tjarnargötutorgi, í Garði gekk á með éljum í strekkingsvindi og næðingi á sunnudaginn og Vogamenn kveiktu á sínu jólatré í stórhríð.
Engu að síður lét fólk sig ekki vanta við þessa atburði og jólastemmningin komst að þrátt fyrir leiðinlegt veður. Jólasöngvar voru sungnir og jólasveinar sprelluðu með börnunum og færðu þeim góðgæti eins og jólasveina er siður.



Fjölmenni var á Tjarnargötutorgi þrátt fyrir slagveður.




Börnin í Garði tóku vel undir með jólasveinunum.



Fólk var vel dúðað í kuldanum í Vogum en þar skall á stórhríð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024