Kveikt á jólatrénu í Grindavík laugardag kl. 18
Kveikt verður á jólatré Grindavíkurbæjar á lóð Landsbankans á morgun, laugardag, kl. 18:00, við hátíðlega athöfn. Stúlknakór Grindavíkurkirkju syngur jólalög og þá hafa jólasveinarnir tilkynnt að þeir muni koma í heimsókn til þess að gleðja ungviðið.
Grindvíkingar á öllum aldri eru hvattir til þess að fjölmenna á Landsbankatúnið í jólaskapi.