Kveikt á jólatrénu í Grindavík í dag
Kveikt verður á ljósunum á jólatrénu á Landsbankatúninu í Grindavík í dag kl. 18.
Áður hafði athöfninni verið frestað vegna veðurs, en nú viðrar vel til útiveru. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri mun flyta erindi áður en talið verður niður og ljósin tendruð á trénu sem og á jólaljósaskiltinu á Þorbirni.
Eftir það mæta jólasveinar og leiða Grindvíkinga í dansi í kringum jólatréð og er óhætt að lofa miklu fjöri.
Áður hafði athöfninni verið frestað vegna veðurs, en nú viðrar vel til útiveru. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri mun flyta erindi áður en talið verður niður og ljósin tendruð á trénu sem og á jólaljósaskiltinu á Þorbirni.
Eftir það mæta jólasveinar og leiða Grindvíkinga í dansi í kringum jólatréð og er óhætt að lofa miklu fjöri.