Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kveikt á jólatrénu í Aragerði
Nemendur úr Stóru-Vogaskóla kveiktu ljósin á trénu.
Laugardagur 5. desember 2020 kl. 06:54

Kveikt á jólatrénu í Aragerði

Mikið var um dýrðir þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu í Vogum síðastliðna helgi. Nemendur Stóru-Vogaskóla voru mættir klukkan níu og biðu spenntir eftir að ljósin á jólatrénu yrðu kveikt. Ljósin voru svo tendruð eftir niðurtalningu barnanna. Börnin brustu í söng en söngurinn virðist hafa náð eyrum tveggja bræðra, þeirra Skyrgáms og Hurðaskellis. Þeir komu askvaðandi niður af Keili og sungu og dönsuðu í kringum uppljómað tréð með krakkaskaranum. Eftir öll herlegheitin var börnunum svo boðið upp á heitt kakó og eftir heitan sopann fóru þau svo aftur í skólann.

Upp úr hálf tíu komu svo börnin úr leikskólanum Suðurvöllum og skreyttu tréð með skrauti sem þau höfðu gert sjálf. Bræðurnir Skyrgámur og Hurðaskellir skemmtu sér konunglega og voru dolfallnir yfir hvað leikskólabörnin voru dugleg. Eftir spjall við jólasveinanna og vinnuna við að skreyta fengu leikskólabörnin einnig kakósopa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðburðurinn var hinn hátíðlegasti og virtust allir skemmta sér mjög vel.



Krökkunum þótti ekki slæmt að fá heitt kakó í kroppinn.

Krakkarnir úr leikskólanum Suðurvöllum skreyttu  tréð.