Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kveikt á jólatré Vogum – myndir
Mánudagur 7. desember 2009 kl. 11:08

Kveikt á jólatré Vogum – myndir


Íbúar í Vogum gerðu sér glaðan dag í gær á öðrum sunnudegi aðventunnar. Fólk safnaðist saman í Aragerði til að kveikja á jólatrénu. Að sjálfsögðu voru sungin jólalög, Stekkjastaur heilsaði upp á viðstadda og gaf börnunum smá góðgæti. Var ekki annað að sjá en allir væru í jólaskapi þó sumum litist ekkert alltof vel á þennan skrýtna karl, eins og snáðinn á myndinni.

Myndir frá þessu eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta.

VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024