Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kveikt á jólatré í  Garði á föstudag
Þriðjudagur 6. desember 2005 kl. 09:41

Kveikt á jólatré í Garði á föstudag

Garðmenn munu kveikja á jólatrénu á horni Gerðavegar og Garðbrautar á föstudaginn, 9. desember. Athöfnin fer fram kl. 18. Við athörnina mun Ingimundur Þ. Guðnason halda ávarp og söngsveitin Víkingarnir syngur nokkur lög.

Þá verður atriði frá Tónlistarskóla Garðs og jólasveinar koma í heimsókn. Afmælisbarn mun kveikja á jólatrénu. Boðið verður upp á kakó og piparkökur.

Garðbúar eru hvattir til að mæta og taka jólaskapið með sér og það ætti ekki að vera erfitt, því Garðurinn er það mikið skreyttur fyrir þessi jól að vandfundinn er sá staur eða hús þar sem ekki er eitthvað skraut að finna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024